Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný stjórn Markaðsstofu Suðurlands

Miðvikudaginn 12. maí fór fram rafrænn aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands.

Á fundinum fór Björg Árnadóttir, formaður stjórnar, yfir ársreikning vegna 2020. Dagný H. Jóhannsdóttir fór yfir yfirlit ársins, helstu verkefni og áherslur 2021.

  • Markaðssetning
    • Markaðsherferð
    • Samfélagsmiðla
    • Ný heimasíða south.is
    • Sýningar og vinnustofur
  • Áfangastaðaáætlun Suðurlands og verkefni tengd verkefni
    • Uppfærsla áætlunarinnar 2020/2021
    • Matarauður Suðurlands
    • Vitaleiðin – opnunarhátíð 12. Júní
  • Gagnvirkt ferðalat – upplifðu.is
    • Virkni fyrir ferðamenn
    • Bakendi fyrir aðila Markaðsstofunnar og sveitarfélög
  • Áfangastaðastofa Suðurlands (Destination management & marketing organisation)
    • Aðdragandinn, tilgangur og hlutverk
    • Ályktun aðalfundar

Að lokum kynnti Dagný nýja stjórn Markaðsstofu Suðurlands ásamt skoðunarmenn ársreiknings 2021.

Kosið var í tvö sæti í stjórn fyrir hönd Ferðamálasamtök Suðurlands, aðeins tvö framboð bárust og voru þær því sjálfkjörnar. Aðrir stjórnarmeðlimir eru skipaðir af viðeigandi samtökum sem skipa stjórnina samkvæmt samþykktum.

Stjórn MSS 2021-2022

Aðalmenn:

  • Ágúst Elvarsson – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu
  • Ásgerður Kristín Gylfadóttir – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
  • Grétar Ingi Erlendsson - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
  • Katrín Ó. Sigurðardóttir - Visit South Iceland ehf
  • Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands
  • Ragnhildur Ágústsdóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands

Varamenn:

  • Ása Valdís Árnadóttir - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
  • Dóróthea Ármann – Ferðamálasamtök Suðurlands
  • Engilbert Olgeirsson - Visit South Iceland ehf
  • Friðrik Sigurbjörnsson - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
  • Geir Gígja – Ferðamálasamtök Suðurlands
  • Íris Heiður Jóhannsdóttir – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu

Skoðunarmenn ársreiknings 2020:

  • Eydís Þ. Indriðadóttir
  • Laufey Sif Lárusdóttir

Til vara:

  • Valtýr Valtýrsson
  • Pétur Viðar Kristjánsson

Fundarstjóri var Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands

Ritari var Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands

Fundurinn var tekinn upp og geta aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar og sveitarfélög fengið senda upptöku af fundinum með því að óska eftir því á netfanginu info@south.is

Kynning Dagnýjar Huldu Jóhannsdóttur, framkvæmdarstjóra Markaðsstofu Suðurlands má finna hér.

Vitaleiðin myndband

Upplifðu - notandi

Upplifun - bakendi

Nýja heimasíðan