Fara í efni

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands. Takið daginn frá!

Árshátíð Markaðsstofunnar verður haldin þann 31. mars nk. Dagskráin verður með svipuðu sniði og síðustu ár þar sem hún hefst í kringum hádegi með aðalfundi og málþingi, þá verður farið örferð um svæðið og endar dagurinn á hátíðarkvöldverði og skemmtun.

Árshátíð Markaðsstofunnar verður haldin þann 31. mars nk. Dagskráin verður með svipuðu sniði og síðustu ár þar sem hún hefst í kringum hádegi með aðalfundi og málþingi, þá verður farið örferð um svæðið og endar dagurinn á hátíðarkvöldverði og skemmtun. 

Við hvetjum alla til að taka daginn frá og panta gistingu, fyrir þá sem það kjósa. 

Árshátíðin verður haldin á Fosshótel Heklu sem býður eftirfarandi sértilboð á gistingu:

Eins manns herbergi með morgunverði: 14.600 kr.
Tveggja manna herbergi með morgunverði: 16.200 kr. 

Til að panta gistinguna þarf senda póst á hekla@fosshotel.is og taka fram að hún sé fyrir árshátíð Markaðsstofunnar. 

Hvenær: 31. mars.
Hvar: Fosshótel Hekla

Nánari upplýsingar verða fljótlega sendar með tölvupósti og birtar á Facebook og á vefnum.

Hér er hægt að skoða myndir frá árshátíðinni frá því í fyrra.