Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofu Suðurlands 31. mars 2017

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands verður haldin þann 31. mars næstkomandi á Fosshótel Heklu. Árshátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Dagurinn byrjar á aðalfundi markaðsstofunnar kl. 12:30 en boðið verður upp á súpu á undan, kl. 12:00. Á aðalfundi í ár verður sú nýbreytni að kosnir verða tveir fulltrúar í stjórn úr hópi aðildarfyrirtækja. Við hvetjum því sem flesta að mæta á aðalfundinn.

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands verður haldin þann 31. mars næstkomandi á Fosshótel Heklu. Árshátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Dagurinn byrjar á aðalfundi markaðsstofunnar kl. 12:30 en boðið verður upp á súpu á undan, kl. 12:00. Á aðalfundi í ár verður sú nýbreytni að kosnir verða tveir fulltrúar í stjórn úr hópi aðildarfyrirtækja. Við hvetjum því sem flesta að mæta á aðalfundinn.

DAGKRÁ AÐALFUNDAR

12.30 - Formaður stjórnar opnar fundinn - Ása Valdís Árnadóttir
12.35 - Yfirlit ársins 2016 og verkefna- og fjárhagsáætlun MSS 2017 - Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS
12.55 - Ársreikningur 2016 - Þórður Freyr Sigurðsson stjórnarmaður MSS
13.10 - Kosning og skipun nýrrar stjórnar
13.40 - Tilnefning skoðunarmanna ársreiknings
13.45 - Önnur mál

Í kjölfar aðalfundar verður haldið málþing: 

MÁLÞING - ER EITTHVAÐ AÐ GERAST? 

14:00     Dagný H. Jóhannsdóttir – framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands
14:05     Arnheiður Jóhannsdóttir – Markaðsstofa Norðurlands - Hafa landshlutarnir rödd?
14:25     Inga Hlín Pálsdóttir - Íslandsstofa – Er ímynd Íslands að breytast?
14:45     Þórir Erlingsson – Hvað með menntun?  Ný námsleið við Háskólann á Hólum 
15:00     Kaffihlé 
15:20     Ýmir Björgvin Arthúrsson – Magical Iceland – Private Gourmet Tours
15:40     Sigríður Hulda Jónsdóttir - SHJ Ráðgjöf – Hvaðan kemur gleðin?
16:00     Málþingsslit        

Eftir málþingið verður farið í örferð um hluta Uppsveitanna þar sem Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveitanna mun segja okkur frá því helsta sem er að gerast þar um þessar mundir. 

Um kvöldið skemmtum við okkur svo saman yfir þriggja rétta kvöldverði, skemmtun og tónlist.

Fordrykkur í boði Markaðsstofunnar hefst kl. 19:30

Matseðill:

  • Tígris rækjur með chili sultu, salati og appelsínusósu
  • Lambasteik með smjörsteiktum kartöflum, brokkolí, rótargrænmeti og "demi-glace" sósu  
  • Frönsk súkkulaðikaka með hvítri súkkulaðimús, límónu og mintu sósu

Heiðursgestur kvöldsins verður Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Veislustjóri verður Margrét Maack og munu Magnús Kjartan úr Stuðlabandinu og Jakob Björgvin spila fyrir dansi. 

Skráningarfrestur er til föstudagsins 24. mars og fer skráning fram í gegnum síma í 560 2044 og tölvupóst thorsteinn@south.is 

Það sem þið þurfið að senda okkur upplýsingar um er eftirfarandi: 

  • Hversu margir mæta í súpu fyrir aðalfund?
  • Hversu margir mæta á málþing?
  • Hversu margir mæta í örferð?
  • Hversu margir mæta á árshátíð? 

Að taka þátt í öllum deginum kostar aðeins 9.900 kr. á mann (aðalfundur, málþing, örferð, kvöldverður og skemmtun).

Einnig er í boði að mæta á málþingið eingöngu og kostar það 2.900 kr. á mann. 

Fosshótel Hekla er með tilboð á gistingu þetta kvöld:

  • Eins manns herbergi með morgunverði: 14.600 kr.
  • Tveggja manna herbergi með morgunverði: 16.200 kr. 

Til að panta gistinguna þarf senda póst á hekla@fosshotel.is og taka fram að hún sé fyrir árshátíð Markaðsstofunnar. 

Endilega skráið ykkur sem fyrst, þétt og flott dagskrá allan daginn og kjörinn vettvangur til að hittast og þétta raðirnar.

Hér er hægt að skoða myndir frá gleðinni 2016 :)