Fara í efni

Ábyrg upplýsingamiðlun við vá

Upplýsingamiðlun er og ætti að vera hluti af viðbragðsáætlun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því er gott að vera með á hreinu hvað á að segja. Hægt er að nálgast talpunkta vegna jarðhræringa sem eru í gangi á Reykjanesinu hjá MSS þar sem almenn lykilskilaboð eru sett fram

Ábyrg upplýsingamiðlun er og ætti að vera hluti af viðbragðsáætlun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það skipir máli að hafa markvissa og ábyrga upplýsingamiðlun þannig að óþarfa óvissu sé eytt og því er gott að vera með á hreinu hvað á að segja, sama hvaða hamfarir eiga sér stað. 

Íslandsstofa var með kynningu um ábyrga upplýsingamiðlun við vá á fundi Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar þann 8. mars og sagði Sigríður Dögg fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu frá helstu þáttum sem þarf að hafa í huga við slíkar aðstæður. Íslandsstofa hefur sett upp umfjöllunarvakt til að fylgjast með fréttaflutningi erlendis. Almannatenglaskrifstofur erlendis eru einnig upplýstar og fylgjast þær náið með fréttaflutningi og bregðast við í samráði við Íslandsstofu. 

Einnig hefur starfshópur um samræmingu skilaboða verið virkjaður hjá Almannavörnum og náið samstarf hafist við Utanríkisráðuneytið og upplýsingafulltrúa Stjórnarráðsins. 

Íslandsstofa hefur sett saman annars vegar talpunkta til að setja atburðina í samhengi og hins vegar Q&A upplýsingaskjal frá Veðurstofunni. Þetta er gert til að réttar og samræmdar upplýsingar séu settar fram og aðilar geti notað til að svara fyrirspurnum m.a. frá erlendum viðskiptavinum.

Lykilskilaboðin eru almenn, s.s. þessi;

  • Jarðhræringar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi vegna þess að landið er á flekaskilum
  • Innviðir og viðbrögð við náttúruhamförum taka mið af því 
  • Það er fylgst náið með stöðunni af Veðurstofunni, Almannavörnum, vísindamönnum o.fl. 
  • Hættur samfara eldsumbrotum eru að mestu staðbundnar.

Aðilar geta nálgast nýjustu talpunkta Íslandsstofu hjá Markaðsstofu Suðurlands með því að senda póst á nejra@south.is