Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sveitarfélagið Ölfus er í um 50km fjarlægð frá Reykjavík og fyrsta sveitarfélagið sem gestir koma í þegar keyrt er inn á Suðurland yfir Hellisheiði eða um Suðurstrandarveg. Í Ölfusi er fjölbreytt landslag með svörtum sandfjörum, klettabjörgum, hraunbreiðum, hellum og háhitasvæðum svo eitthvað sé nefnt. Frá Þorlákshöfn og sveitarfélaginu öllu er einstakt útsýni í allar áttir t.d. yfir Heklu, Eyjafjallajökul og til Vestmannaeyja. Lítil ljósmengun og víðáttumikið útsýni í Ölfusi gerir svæðið kjörið til norðurljósaskoðunar.

Upplýsingamiðstöð Ölfuss er staðsett í  Íþróttamiðstöðinni og er opin á opnunartíma sundlaugarinnar:

Vetur (1.sept.-31.maí)
Virka daga 07:00-21:00
Helgar: 10:00-17:00

Sumar (1.júní-31.ágúst)
Virka daga 07:00-21:00
Helgar 10:00-18:00

Útivist – opin áhugaverð svæði

  • Gönguferð upp á Litla og Stóra Meitil í Þrengslunum
  • Hafnarnesviti og klappirnar við Þorlákshöfn
  • Selvogur, Selvogsviti og Strandakirkja
  • Svarta strandfjaran í Þorlákshöfn
  • Brimbrettaaðstaða er í fjörunni við Þorlákshöfn
  • Gönguferð í Reykjadalinn

Afþreying

  • Frisbígolf (frítt)
  • Hellaskoðun í Raufarhólshelli
  • Hestaferð með Sólhestum eða Eldhestum
  • Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun
  • Rib safari eða fjórhjólaferð með Black Beach Tours í Þorlákshöfn
  • Golfvöllur Þorlákshafnar
  • Í Þorlákshöfn eru leikvellir og ærslabelgur

Sund

  • Sund í Þorlákshöfn. Frábær innilaug fyrir börn með ýmsum leiktækjum.

Veitingar

  • Hendur  í Höfn kaffihús/bistró og glervinnustofa í Þorlákshöfn
  • Café Sól bakarí og kaffihús í Þorlákshöfn
  • Pylsuvagninn í Selvogi
  • Thai sakhon - austurlenskur veitingastaður í Þorlákshöfn
  • Skálinn í Þorlákshöfn

Gisting

  • Black Beach gistiheimili í Þorlákshöfn
  • Hjarðarból gistiheimili í Ölfusi
  • Hótel Eldhestar í Ölfusi
  • Núpar sumarhús í Ölfusi
  • Tjaldsvæði í Þorlákshöfn
  • Tjaldsvæði í Selvogi
ÖLFUS
Sveitarfélagið Ölfus er á suðvesturhorninu um 50 km frá Reykjavík. Það búa rúmlega 2000 manns í sveitarfélaginu og þar af um 1600 manns í Þorlákshöfn, sem er eina þéttbýlið í sveitarfélaginu. Í Ölfusi er fjölbreytt landslag með svörtum sandfjörum, klettabjörgum, hraunbreiðum, hellum og háhitasvæðum svo eitthvað sé nefnt. Frá Þorlákshöfn og sveitarfélaginu öllu er einstakt útsýni í allar áttir t.d. yfir Heklu, Eyjafjallajökul og til Vestmannaeyja Í Þorlákshöfn er einn af bestu brimbrettastöðum á Íslandi þar sem brimbrettakappar alls staðar úr heiminum koma til að prófa öldurnar. Fyrir byrjendur eru öldurnar í fjörunni tilvaldar en fyrir þá sem lengra eru komnir eru öldurnar við útsýnisskífuna hjá Hafnarnesvita meira krefjandi. Lítil ljósmengun og víðáttumikið útsýni í Ölfusi gerir svæðið kjörið til norðurljósaskoðunar. Upplýsingamiðstöð Ölfuss er staðsett á Bæjarbókasafni Ölfuss og er opin frá kl. 12:30 til 17:30 alla virka daga. Tjaldsvæðið er staðsett fyrir aftan Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar, við hliðina á Þorlákskirkju. Upplýsingamiðstöð ÞorlákshafnarHafnarberg 1815 ÞorlákshöfnSími: 480 3830 Opnunartími: Alla virka daga frá kl. 12:30 – 17:30
Selvogsviti
Selvogsviti var byggður árið 1919 og endurbyggður árið 1931. Ljóshæð yfir sjó er 20 m. Árið 1919 var 15 metra há járngrind reist á Selvogstanga. Á hana var látið 3,3 metra hátt ljóshús og 200°díoptrísk1000 mm linsa og gas-ljóstæki.  Vitinn var sömu gerðar og Stokksnesviti sem reistur var árið 1922. Eftir aðeins 10 ár var vitinn orðinn svo ryðbrunninn að nauðsynlegt reyndist að byggja nýjan vita og 1930 var byggður 15,8 m hár vitaturn úr steinsteypu. Ári síðar voru sett á hann ljóshús, linsa og gasljóstæki járngrindarvitans og hinn nýi Selvogsviti tekinn í notkun. Árið 1987 voru veggir ljóshúss endurnýjaðir. Vitinn var raflýstur ári síðar og settur á hann radarvari. Nú er ljós látið loga á vitanum af öryggisástæðum en radíósendir efst á honum er þó það sem mestu máli skiptir nú orðið.  Selvogsviti er hluti af Vitaleiðinni, en hægt er að lesa meira um hana hér . 
Black Beach Tours
ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!   BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.   Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta. Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.   RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum. Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða   Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.   Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.   YOGA Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir. Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika. Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Heimilisfang BLACK BEACH TOURS HAFNARSKEIÐ 17 815 ÞORLÁKSHÖFN   Hafðu samband Sími: +354 556-1500 INFO@BLACKBEACHTOURS.IS WWW.BLACKBEACHTOURS.IS
The Lava Tunnel - Raufarhólshellir
Mögnuð upplifun / Hellaferðir í Raufarhólshellir  Raufarhólshellir er einn þekktasti hraunhellir á landinu og er jafnframt sá lengsti utan Hallmundarhrauns.   Hellirinn er staðsettur í þrengslunum á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og er því einstaklega aðgengilegur fyrir þá sem eru á leið um suðurland.  Einungis er um 30-45 mín akstur í hellinn frá Reykjavík. Boðið er upp á skoðunarferðir í hellinn með leiðsögumanni og tekur hver ferð u.m.þ.b klukkustund.  Þessar ferðir henta vel ævintýraþyrstum einstaklingum, fjölskyldum eða hópum, stórum sem smáum.   Leiðsögumaður ræðir sögu hellisins, jarðfræði hans, tenging við Hollywood og ýmislegt annað honum tengt.  Búið er að byggja upp frábæra aðstöðu á svæðinu.  Lagðir hafa verið pallar og hlaðnir stígar inn í hellinum auk þess sem búið er að setja upp magnaða lýsingu sem unnið hefur til fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis.    Utan dyra er búið að stækka bílaplanið (með aðkomu rútubíla í huga) og byggja þjónustuhús með astöðu fyrir móttöku gesta og fjölda vatnssalerna.  Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og nánast allstaðar er hátt til lofts inn í hellinum eða um 10 metra að jafnaði.   Skipulagðar ferðir fara tæplega 400 m inn í hellinn. Ferðirnar eru við hæfi allra sem geta gengið á ójöfnu og í snjó.  Skipulagðar ferðir á heila tímanum eru alla daga vikunnar.  Opið er allt árið um kring og hægt er að panta sérstaklega ferðir utan opnunartíma – þ.m.t kvöldferðir.  Hálft gjald er greitt fyrir unglinga (12 – 15 ára) og börn undir 12 ára fá frítt! Hægt er að bóka beint hér en vinsamlega hafið samband við info@thelavatunnel.is eða í síma 760-1000 fyrir hóppantanir eða frekari upplýsingar.

Aðrir (2)

Upplýsingamiðstöð Ölfuss Hafnarberg 41 815 Þorlákshöfn 480-3890
Sundlaugin Þorlákshöfn Hafnarberg 41 815 Þorlákshöfn 480-3890