Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands

Markaðsaðgerðir fyrirtækja í breyttu umhverfi ferðaþjónustu

Í tilefni af 10 ára afmæli Markaðsstofu Suðurlands er aðilum Markaðsstofunnar boðið að koma á súpufundi sem haldnir verða víðsvegar um Suðurland í nóvember.

Á fundunum mun Brynjar Þór Þorsteinsson halda fræðsluerindi um markaðsaðgerðir fyrirtækja í breyttu umhverfi ferðaþjónustu. Brynjar Þór er Lektor við Hákskólann á Bifröst og sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði markaðsmála.

Á fundunum gefst aðilum kostur á að hittast og efla það mikilvæga samtal sem nauðsynlegt er fyrir þróun og sameiginlega sýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.

Mismunandi áherslur verða á fundunum til þess að gefa aðilum i sama fagi kost á að hittast og ræða saman:

Ferðaþjónustuaðilar í afþreyingu

Ferðaþjónustuaðilar í gistingu

Ferðaþjónustuaðilar í veitingum

 

Súpurfundurnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

 

Súpufundur með áherslu á veitingar verður haldinn:

19. nóvember kl. 11:30 á Hótel Flúðum

 

Súpufundur með áherslu á gistingu verður haldinn:

19. nóvember kl. 18:00 í Fjölheimum á Selfossi

 

Súpufundir með áherslu á gistingu og veitingar verða haldnir:

26. nóvember kl. 12:00 á Hótel Höfn

27. nóvember kl. 11:30 á Icelandair hótel Vík

 

Súpufundir með áherslu á afþreyingu verða haldnir:

26. nóvember kl. 18:00 á Hótel Skaftafelli

27. nóvember kl. 18:00 í Hvolnum á Hvolsvelli

 

Boðið verður upp á súpu og brauð á fundunum og því er mikilvægt að skrá sig.

Allir aðilar Markaðsstofu Suðurlands eru velkomnir.

Skráningu má finna hér