Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Suðurlands er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins í heild. Markaðsstofan markar stefnu fyrir ferðaþjónustu innan landshlutans í gegnum áfangastaðaáætlun ásamt því að sinna fjölþættu kynningarstarfi og ráðgjöf til fyrirtækja varðandi markaðssetningu.

Lesa meira

Fréttir úr starfinu

  • Skráning hafin á árshátíð Markaðsstofu Suðurlands 2024

    Árshátíð Markaðsstofunnar verður haldin þann 19. apríl nk. Takið daginn frá!
  • Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2024

    Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn þann 19. apríl næstkomandi á Hótel Selfossi, klukkan 13:00.
  • Samtal um aðgerðaáætlun ferðamála til 2030 - fundir á Hvolsvelli og Höfn

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunda um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu og má sjá dagskrá hér fyrir neðan.
  • 75 Sunnlensk fyrirtæki á Mannamótum 2024

    Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna voru haldin í Kórnum í Kópavogi 18. janúar. Þátttaka fór vonum framar en rúmlega 400 manns frá um 250 fyrirtækjum af landsbyggðinni kynntu þjónustu sína á kaupstefnunni. Ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu höfðu greinilega mikinn áhuga á fjölbreyttu þjónustuframboði landsbyggðarinnar en um 1000 gestir heimsóttu Mannamót þetta árið.

Helstu verkefni

Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð með ferðaþjónustuna sem útgangspunkt. Í áætluninni er sett fram skýr framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi ásamt markmiðum, áherslum, áskorunum, tækifæri og aðgerðum. Áfangastaðaáætlun skapar því þá umgjörð og ramma sem svæðið leggur áherslu á í uppbyggingu og þróun áfangastaðarins Suðurlands.
Eldfjallaleiðin
Eldfjallaleiðin er leið til að skoða Suðurland og Reykjanes með áherslu á eldfjöll og umhverfi þeirra. Átta eldfjöll vísa leiðina í gegnum söguna af því hvernig þau hafa haft áhrif á land og þjóð.
Vitaleiðin
Síðastliðið ár hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus að nýrri ferðaleið við suðurströndina, Vitaleiðin, auk þess voru aðrir hagsmunaðilar á svæðinu kallaðir að borðinu við kortlagningu leiðarinnar.
Matarauður Suðurlands
Matarauður Suðurlands er matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands þar sem grunnurinn var unninn í samvinnu við Matarauð Íslands. Suðurland er auðugt að fjölbreyttu hráefni, hvort sem er af sjó eða landi og styrkir verkefnið ekki aðeins stoðir undir ferðaþjónustuna heldur einnig landbúnaðinn og sjávarútveginn.
Ráðgjöf MSS
Markaðsstofa Suðurlands er með samstarfssamning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og býður ráðgjafaþjónustu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála auk þess að aðstoða við gerð umsókna í Uppbyggingasjóð Suðurlands. Veitt er aðstoð við mótun hugmynda, gerð viðskiptaáætlana auk þess að leiðbeina um aðra styrki og sjóði.
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna
Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna er árleg ferðasýning/kaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna.