Fara í efni

Örsaga fyrirtækja á samfélagsmiðlum Markaðsstofu Suðurlands!

Við hjá Markaðsstofu Suðurlands ætlum að fara af stað í herferð í vor og sumar. Herferðin er svipuð og sú sem við fórum í seinasta sumar og gengur út á örsögur á samfélagsmiðlum.

Við hjá Markaðsstofu Suðurlands ætlum að fara af stað í herferð í vor og sumar. Herferðin er svipuð og sú sem við fórum í seinasta sumar og gengur út á örsögur á samfélagsmiðlum.

Við þurfum stuttan texta frá aðildarfélögum Markaðsstofunar til að setja inn á Instagram og Facebook. Best væri ef textinn væri á persónulegu nótunum, t.d. stutt yfirferð yfir sögu fyrirtækisins, stikla á stóru hvað er í boði og/eða hverjar áherslurnar eru í starfseminni.

Orðafjöldi 30 – 100 orð.

Dæmi úr bæklingi MSS:

„The area has a rich food culture and a longstanding history of producing dairy products, meat and vegetables. The area‘s natural geothermal energy has also been a source for innovation and inspiration when it comes to food and you might find restaurants that use hot springs to actually cook some dishes.“

Við ætlum að keyra þetta á ensku og íslensku miðlunum okkar þannig það væri ákjósanlegast að fá þetta á þeim tungumálum. Við munum svo fara yfir textanna til að samræma áferð og skilaboð.

Með þessu þurfum við svo að fá u.þ.b. 5 - 10 ljósmyndir sem við munum velja úr og fylgja færslunum. Örsögunum verður póstað 1 – 3 á viku í vor og sumar.

Það má skila þessu í gegnum wetransfer, dropbox, emaili eða hverju sem ykkur dettur í hug og við reynum að halda utan um þetta

Instagram síða Visit south Iceland (@southiceland) er með 10.300 fylgjendur
Instagram síða Upplifðu Suðurland (@sudurland) er með 775 fylgjendur
Facebook síða Visit south Iceland er með 16.590 fylgjendur
Facebook síða Upplifðu Suðurland er með 1390 fylgjendur

Við vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum við þessari beiðni okkar. Endilega verið í sambandi ef einhverjar spurningar vakna, info@south.is