Fara í efni

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands 2022

Það er komið að því, árshátíð Markaðsstofu Suðurlands! Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofu Suðurlands haldin þann 5. maí næstkomandi á Hótel Örk í Hveragerði. Árshátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Það er komið að því, árshátíð Markaðsstofu Suðurlands!

Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofu Suðurlands haldin þann 5. maí næstkomandi á Hótel Örk í Hveragerði. Árshátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Dagurinn byrjar á aðalfundi markaðsstofunnar kl. 13:30 en nánari upplýsingar um aðalfund verða sendar síðar. Í kjölfar aðalfundar mun Bjartur Guðmundsson, leikari, fyrirlesari og orkupeppari halda erindið "Þjónusta sem skapar aðdáendur".

Eftir málþingið verður farið í kynningarferð um Hveragerði þar sem Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir forstöðumaður Upplýsingamiðstöð Ferðamála í Hveragerði mun segja okkur frá því helsta sem er að gerast þar um þessar mundir.

Um kvöldið skemmtum við okkur svo saman yfir tveggja rétta kvöldverði, skemmtun og tónlist.

19:00 - Fordrykkur í boði Markaðsstofunnar
19:30 - Borðhald hefst

Matseðill kvöldsins:
Aðalréttur: Naut; grilluð lund, villisveppir, kryddsoðin kartafla, bérnaisesósa.
Eftirréttur: Crème Brûlée

Veislustjóri kvöldsins verður Bjössi Greifi en hann mun að loknu borðhaldi trúbba fyrir okkur!

Happdrætti með veglegum vinningum!

Miðaverð er 10.900, innifalið í því er: aðalfundur, málþing, örferð, kvöldverður og skemmtun.

Skráning fer fram hér.

Hótel Örk er með tilboð á gistingu þetta kvöld: Gisting með morgunverð, innifalið: Sundlaug, heitir pottar, gufa, þráðlaust net.
Gisting í eins manns herbergi með morgunmat: 11.900*
Gisting í tveggja manna herbergi með morgunmat: 14.900*
Superior gisting í eins manns herbergi með morgunmat: 15.900*

*Gestir skulu sjálfir bóka gistingu hjá Hótel Örk. Bókun herbergja fer í gegnum vefsíðu Hótel Örk - www.hotelork.is
Við bókun gistingar skal nota afsláttarkóðann: MSS22 – þar er einni hægt að sjá fleiri tilboð á gistingum.

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst, allan daginn er flott dagskrá og er þetta kjörinn vettvangur til að hittast og hafa gaman saman!

Hlökkum til að eiga með ykkur frábæran dag og kvöld !