Fara í efni

Landshlutabæklingurinn kominn út og í dreifingu

Markaðsstofa Suðurlands hefur gefið út árlega bækling sinn "The official tourist guide 2015-2016".

Bæklingurinn er feikilega vinsæll meðal ferðamanna hér á landi, en hann er einnig mikið notaður af ferðaskrifstofum og ferðasölum sem skipuleggja ferðir um Suðurlandið. Allir aðilar Markaðsstofu Suðurlands eru með skráningu á sínu fyrirtæki ásamt mynd og helstu upplýsingum um fyrirtækið.

Bæklinginn má nálgast á öllum upplýsingamiðstöðum á landinu og er honum dreift markvisst á allar upplýsingamiðstöðvar á landinu sem og helstu ferðamannastaði. Þá er honum dreift á sýningum og öðrum viðburðum sem Markaðsstofan tekur þátt í.

Sækja rafræna útgáfu hér.