Fara í efni

Kynningarferð um Uppsveitirnar

Markaðsstofu Suðurlands var boðið í kynningarferð um Uppsveitirnar 21. október 2015.

Markaðsstofu Suðurlands var boðið í kynningarferð um Uppsveitirnar 21. október 2015. 

Fyrsti viðkomustaður var hjá Lísu sem sér um reksturinn á Minni Borg. Lísa sagði okkur aðeins frá sögu og rekstri hússins. 

Næsti viðkomustaður var hjá Minni Borgum þar sem okkur var boðið upp á ljúffenga súpu og brauð, ásamt því að sýna okkur aðstöðuna sem er alveg til fyrirmyndar. Því næst var ferðinni heitið að Ljósafossskóla þar sem við skoðuðum gamla skólann og heimavistina sem nú er orðið að hosteli. Því næst lá leið okkar að Hótel Borealis þar sem mikið er búið að gera og framundan eru spennandi tímar.

Útilífsmiðstöðin að Úlfljótsvatni var næst á dagskrá. Þar er mikið um að vera allt árið um kring og gaman verður að fylgjast með uppbyggingu á þessu svæði. 

Að lokum var svo ferðinni heitið að Grímsborgum þar sem Ólafur Laufdal ásamt Maríu Brá tóku á móti okkur og sýndu okkur glæsilega aðstöðu og þá uppbyggingu sem er á svæðinu. 

Hægt er að skoða myndir frá ferðinni hér