Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tónleikar á Sólheimum - Inga Björk

12. júní kl. 14:00-15:00

Upplýsingar um verð

Ókeypis
Inga Björk er tón­list­ar­kona úr Hafnar­f­irðinum. Hún er tón­skáld, lýru­leik­ari og söng­kona og hef­ur komið víða við í tón­list­ar­sköp­un og tón­leika­haldi, hér heima og er­lend­is. Auk þess að sinna eig­in tón­list­ar­sköp­un er Inga Björk mús­íkmeðferðarfræðing­ur og eig­andi Hljómu, þar sem hún sinn­ir mús­íkmeðferð og tón­list­ar­sér­kennslu.
Fyrsta sólóplata Ingu Bjark­ar, Róm­ur, kom út árið 2018. Sum­arið 2020 gaf hún út tvær EP plöt­ur - Sam­astað og Straum­ur, ásamt nokkr­um mynd­bönd­um.

Í janúar á þessu ári kom út smáskífan Skammdegi, ásamt myndbandi við lagið.
​Inga Björk lagði nýverið lokahönd á nýja breiðskífu, Blær & stilla, sem kemur út á vinyl núna í sumar.

Staðsetning

Sólheimar í Grímsnesi

Sími