Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Styrkleikarnir

30. apríl

Upplýsingar um verð

Kostar ekkert að taka þátt

Þegar einstaklingur greinist með krabbamein hefur það áhrif á alla í kringum hann. Enginn tekst á við þennan sjúkdóm einn. Stórfjölskylda, vinir og vinnufélagar vilja allir sýna stuðning en oft getur verið erfitt að vera til gagns.

Styrkleikarnir eru fjölskyldu viðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Þeir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum Relay for Life sem haldinn er árlega á um 30 stöðum í heiminum.

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Fjölskyldur, vinahópar, fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök skrá sig sem lið.Liðsfélagarnir skiptast svo á að ganga með boðhlaupskefli í heilan sólarhring. Þess á milli er hægt að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á svæðinu. Þetta er ekki keppni heldur snúast Styrkleikarnir um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.

Styrkleikarnir eru haldnir af sjálfboðaliðum til að sýna stuðning, safna fé til krabbameinsrannsókna og veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu.​

Vertu með okkur í að sýna stuðning í verki. Kynntu þér málið á www.styrkleikarnir.is og á Facebooksíðu Styrkleikanna www.facebook.com/styrkleikarnir.

Staðsetning

Selfossvöllur, Engjavegur 50

Sími