Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

KIA Gullhringurinn 2022

10. september kl. 08:00-20:00

KIA Gullhringurinn er umfangsmesta, vinsælasta og skemmtilegasta hjólreiðakeppni landsins. KIA Gullhringurinn var fyrst haldin árið 2012 og hefur verið haldin árlega síðan. Keppnin hefur verið haldin á Laugarvatni en sumarið 2021 var breytt um umhverfi og KIA Gullhringurinn fékk nýjan heimavöll á Selfossi. Keppnin er haldin í nýjum miðbæ á Selfossi og keppnisbrautirnar liggja um láglendið í kring og keppendur þræða sig um Árborgarsvæðið með viðkomu á Stokkseyri og Eyrarbakka. Boðið er upp á keppnisbraut fyrir krakka og fjölskylduvæna skemmtibraut. Á nýjum heimavelli á Selfossi stækkar keppnin með tilkomu fleiri hjólaleiða og einnig er hægt að auka öryggi keppenda með því að loka hluta hjólaleiðanna á meðan á viðburði stendur.

Mottó KIA Gullhringsins er “Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir” og er hægt að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur tekið þátt í keppninni í gegnum árin og það sem skemmtilegra er að nýliðar í sportinu hafa notað KIA Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlega innkomu sína í sportið.

Skoðaðu leiðirnar

GPS punktar

N63° 56' 1.080" W21° 0' 1.627"

Staðsetning

Selfoss