Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Leidd teikning. Ætlað fullorðnum. Helgarnámskeið 1. og 2. júlí frá 13-17.

1.- 2. júlí

Upplýsingar um verð

20000

Leidd teikning.  Ætlað fullorðnum.   Helgarnámskeið 1. og 2. júlí frá 13-17.

Á námskeiðinu verður unnið í litlum hóp. Annars vegar eftir aðferðarfræði leiddrar teikningar (Guided drawing) og hins vegar eftir aðferðum náttúru- og listmeðferðar þar sem unnið er með heilunarmátt náttúrunnar í gegnum listsköpun. Leidd teikning hentar vel til að vinna með erfiðar tilfinningar, áföll eða einfaldlega til að læra meira um sjálfan sig. Þátttakendur teikna taktfast og endurtekið með báðum höndum og með lokuð augu til að tjá innri spennu og tilfinningu í líkamanum.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja nýta sér listsköpun og náttúruna til að kynnast sjálfum sér betur. Ekki þarf að hafa neina kunnáttu á teikningu eða listsköpun til að taka þátt á námskeiðinu, einungis löngun til að skapa og taka þátt.

Leiðbeinandi er Íris Lind Sævarsdóttir listmeðferðarfræðingur og listamaður.

Takmarkaður fjöldi, verð er 20.000 kr. og skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is

GPS punktar

N63° 59' 46.982" W21° 11' 6.057"

Staðsetning

Austurmörk 21, Hveragerðisbær, Iceland

Sími