Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Grímsævintýrin á Borg

23. ágúst kl. 13:00-16:00

Upplýsingar um verð

Frítt

23. ágúst 2025 – Árleg sveitahátíð Kvenfélags Grímsneshrepps

Sumarið nær hámarki í sveitinni þegar Grímsævintýrin á Borg rísa á ný! Þessi rótgróna og hjartahlýja sveitahátíð Kvenfélags Grímsneshrepps hefur glatt gesti og gangandi síðustu áratugi, og Tombólan fræga frá því árið 1926 – og nú ætlum við að toppa það allt saman!

🎪 Dagskráin í ár er stórglæsileg að vanda:

🎭 Leikfélagið Borg sýnir listir sínar með bros á vör

🚐 Brúðubíllinn mæti með Lilla í fararbroddi

🎫 Tombólan góða – yfir 2.500 vinningar bíða heppinna gesta

🍰 Blúndukaffi – heimabakað bakkelsi og kaffisala í notalegri sveitastemningu

🥁 Taiko trommusmiðja með Halla Valla

🚒 Hjálparsveitin Tintron mætir með tæki og tól – fróðlegt og spennandi

🧗 Klifurveggur fyrir þá ævintýragjörnu – prófaðu styrk og þor

🍭 Candyfloss, andlitsmálning, hópsöngur og gleði fyrir yngstu kynslóðina

🎈 Frítt í sund – öllum opið meðan á hátíðinni stendur

⛺ Flott tjaldsvæði á staðnum – dveldu lengur og njóttu helgarinnar

🎉 Vertu með – við hlökkum til að sjá þig!


Grímsævintýrin á Borg – sveitastemning, samvera og gleði fyrir alla fjölskylduna.

GPS punktar

N64° 4' 29.907" W20° 46' 4.369"