Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Flugeldasýning Jökulsárlón 2023

12. ágúst kl. 22:30-23:00

Upplýsingar um verð

1500 ISK
Laugardagskvöldið 12. ágúst 2023 verður árleg flugeldasýning Björgunarfélags Hornafjarðar haldin á Jökulsárlóni.
 
Sýningin byrjar kl. 22:30 og aðgangseyrir er 1500 kr á mann, frítt fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði sýningarinnar fer í rekstur og tækjakaup fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar.
 
Flugeldasýningin er orðin stærsta fjáröflun Björgunarfélags Hornafjarðar. Ár eftir ár mætir fólk á Jökulsárlón til að vera vitni að þessu magnaða sjónarspili. Flugeldum er skotið upp af prömmum úti á lóninu í myrkri svo bjarminn frá flugeldunum kastast á ísjaka á lóninu og speglast í vatninu.
 
Forsala miða verður auglýst betur þegar nær dregur.
 
Björgunarfélag Hornafjarðar
bf.hornafjardar@gmail.com

GPS punktar

N64° 4' 36.104" W16° 13' 47.375"

Staðsetning

Glacier Lagoon, Sveitarfélagið Hornafjörður, Eastern Region, Iceland