Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Stórir jarðskjálftar eru tíðir á Suðurlandi, svonefndir Suðurlandsskjálftar, allir yfir 6 stig að stærð. Þeir stafa af misgengishreyfingu á þröngu belti sem liggur frá Ölfusi austur að Heklu. Misgengi þetta skilur að Ameríkuflekann í norðri og Evrasíuflekann í suðri, og þeir hreyfast um 1,8 cm á ári. Skjálftarnir verða við lárétt hnik um sprungufleti í stefnu norður-suður, þeir ná í gegnum alla jarðskorpuna, um 10 km niður í jörðina.

Síðasti Suðurlandsskjálftinn varð 28. maí 2008, um brotasprungu frá Hveragerði suður til Eyrarbakka. Hann var 6,3 stig að stærð. Í júní 2000 urðu tveir skjálftar með fjögurra daga millibili, 6,5 og 6,6 að stærð. Þá hafði ekki skolfið að ráði á Suðurlandi síðan 1912. Sá skjálfti var 7 stig og þar á undan skalf 1896, þá urðu 5 skjálftar, 6,5-6,9 stig, á svæðinu frá Landssveit vestur í Ölfus. Kvarðinn er lógaritmískur og er því 7 stiga skjálfti 10 sinnum öflugri en 6 stiga skjálfti og 100 sinnum sterkari en 5 stiga skjálfti. Varla þarf að taka fram að þessir skjálftar ollu allir tjóni. Elsti Suðurlandsskjálftinn sem heimildir eru til um er frá árinu 1013.