Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Matur og drykkur

veitingar.jpg
Matur og drykkur

Veitingastaðir eru fjölmargir á Suðurlandi af ýmsum stærðum og gerðum. Margir hverjir bjóða upp á mjög svo rómaðar árstíðabundnar veitingar svo sem þorrablót, villibráðar – og jólahlaðborð þar sem dekrað er við gesti og gangandi í mat og drykk. Ef þú vilt slaka á getur þú fundið lítinn, notalegan og persónulegan stað, jafnvel sveitabæ þar sem bjóðast þjóðlegar flatkökur, kleinur, rjómapönnukökur og súkkulaði er drukkið með, en einnig fyrir kröfuharða viðskiptavini eru veitingastaðir á Suðurlandi þar sem lagt er upp úr mikilli fagmennsku og fjölbreyttum matseðli.


Hótelin jafnt sem veitingastaðirnir bjóða gjarnan upp á fjögurra rétta kvöldverð allt árið um kring og höfða þá gjarnan til þess árstíðabundna hráefnis sem á boðstólum er í héraðinu í það og það skiptið. Mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni og að það sé af bestu fáanlegu gæðum sem völ er á.
Veitingastaðirnir og hótelin taka gjarnan að sér að sjá um veislur hverju nafni sem nefnast, fundi og aðra mannfagnaði og er þar úr ýmsu að velja

Veitingahús

Urmull veitingastaða er um allt land í öllum verð- og gæðaflokkum og því af nógu að taka fyrir alla. Hvort sem fólk hefur áhuga á heilsufæði eða einhverju minna heilsusamlegu, erlendri eða innlendri matargerð, ætti að vera hægur leikur að finna eitthvað gómsæti.

Kaffihús

Þau finnast um allt land. Mörg þeirra í höfuðborginni og stærri þéttbýliskjörnum en sum má finna á ólíklegustu stöðum til dæmis í  bragga úti í móa eða í skúr niðri við sjó. Verð og úrval er afar mismunandi.

Barir og skemmtistaðir

Í flestum þéttbýliskjörnum eru krár og á stærri stöðum eru þær margar. Í mörgum stórum byggðarlögum eru einnig skemmtistaðir eða klúbbar af ýmsum gerðum og gæðum. Þeir sem hafa gaman að slíku ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Beint frá býli

Víða má finna bændamarkaði, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Margir eru aðeins starfræktir á sumrin, en aðrir árið um kring. Þar er hægt að nálgast ferskt grænmeti og ber, kjöt beint frá býli og margt fleira góðgæti.

Skyndibiti

Margir smærri matsölustaðir bjóða upp á smurt brauð, súpur eða íslenskan heimilismat. Frábær kostur fyrir þá sem kjósa óformlega og heimilislega veitingastaði.

Matarupplifun

Matarupplifun á Suðurlandi er fjölbreytt, allt frá því að njóta matarins í því umhverfi sem hann er framleiddur upp í að snæða á sælkera veitingahúsi. 

Á Suðurlandi má finna fjölmarga veitingastaði sem margir hverjir sérhæfa sig í staðbundnu hráefni, allt frá hverabökuðu rúgbrauði til girnilegra tómatarétta og drykkja. Hungraðir ferðamenn geta átt von á því að finna áhugaverða veitingastaði í húsakynnum sem hafa fengið nýtt hlutverk. Veitingastaðir í gróðurhúsi, gömlu fjósi eða hlöðu eru dæmi um slíkt.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn