Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vinnufundur MAS

Starfsmenn Markaðsstofu Suðurlands héldu á tveggja daga vinnufund á Norðurlandi þar sem markaðsstofur allra landshlutanna stilltu saman strengi sína.

Starfsmenn Markaðsstofu Suðurlands héldu á tveggja daga vinnufund á Norðurlandi þar sem markaðsstofur allra landshlutanna stilltu saman strengi sína.

Vetrarafþreying í fyrirrúmi

Starfsmenn markaðsstofanna fengu kynningu á nokkrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Norðurlandi sem öll eiga það sameiginlegt að sækja mikið í vetrarafþreyingu.

Fyrsta stopp hópsins var hjá Snow Dogs en fyrirtækið sérhæfir sig í ferðum á hundasleða, hjá fyrirtækinu starfa hátt í 40 Siberian Husky hundar sem draga ferðamenn um fjöll og firnindi. Í heimsókninni var mikil gleði og spenningur jafnt hjá tvífættum svo sem fjórfættum. Starfsmenn markaðsstofanna fengu kynningu á starfsemi og framtíðaráformum Jarðbaðanna á Mývatni enda er mikil uppbygging í vændum. Síðasta stopp dagsins var hjá Geo Travel, ferðaþjónustufyrirtæki með áherslu á vetrarafþreyingu svo sem vélsleðaferðir, jeppaferðir, snjóþrúgugöngu og gönguferðir. Fyrirtækið er gott dæmi um það hvernig beint flug frá Evrópu getur búið til fjöldann allan af tækifærum á árstíma sem væri annars rólegur. Hópurinn gisti á Sel hótel við Mývatn, þar var farið yfir sögu fyrirtækisins og brugghús hótelsins kynnt.

Fundur Markaðsstofanna

Samstarf markaðsstofanna hefur aukist mjög á síðastliðnum árum og á síðasta ári hófst vinna við mörkun fyrir samstarfið. Hópur markaðsstofanna er skipaður fjölda starfsmanna með mikla þekkingu. Samstarfið er til þess fallið að auka gæði markaðsstofanna sem skilar sér beint til hagaðila.

Markaðsstofa Höfuðborgarsvæðisins kynnti sína starfsemi enda stórt verkefni í vændum hjá þeim sem ný markaðsstofa. Hópurinn fékk kynningu á verkefni sem tengist kortlagningu gönguleiða hjá Ferðamálastofu og hvernig markaðsstofurnar gætu nýtt sér það kerfi. Markaðsstofurnar ræddu ferðaleiðir og mikilvægi þeirra fyrir greinina þar sem Markaðsstofa Norðurlands kynnti ferðaleiðirnar á þeirra svæði. Markaðsstofurnar hafa margar unnið að uppfærslu áfangastaðaáætlana undanfarið og myndaðist gott samtal um þróun og samræmingu slíkrar áætlanagerðar.

Hópurinn vinnur nú að skipulagningu á Mannamótum markaðsstofa landshlutanna sem verður haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar.