Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Árshátið Markaðsstofu Suðurlands

Markaðsstofa Suðurlands mun þann 5 apríl halda árshátíð sína með pomp og prakt.

Þann 5 apríl mun Markaðsstofa Suðurlands halda árshátíð og aðalfund sinn. Að þessu sinni verður aðalfundur og árshátíðin haldin á Hótel Stracta, Hellu. Dagskrá dagsins er með hefðbundu sniði líkt og undanfarin ár.

Dagskrá:

11:30 Aðalfundur

Formaður stjórnar opnar fundinn, Björg Árnadóttir 

Yfirlit ársins 2018 og verkefna- og fjárhagsáætlun MSS 2019 - Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS

Ársreikningur 2018 – Björg Árnadóttir, formaður stjórnar MSS

Kosning og skipun nýrrar stjórnar, tilnefning skoðunarmanna ársreiknings – Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS

Önnur mál

13:30 - 15:30  Málþing

Áfangastaðurinn Suðurland – Upplifun og umhverfi

Setning málþings
Dagný H. Jóhannsdóttir,framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands

Hvernig mun ferðaþjónustan breyta samfélagi og menningu á Suðurlandi?
Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Hornafirði

Draumaáfangastaðurinn Suðurland – Hvert stefnum við? 
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands – DMP

Ferðaþjónn, hvað er nú það? - Kynning á nýrri námskrá frá Fræðslunetinu – símenntun á Suðurlandi 
Sólveig R. Kristinsdóttir, verkefnisstjóri

Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands – kynning á vorfundum  
Anna Valgerður Sigurðardóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands

Kaffihlé

Markaðssetning áfangastaða og mikilvægi samvinnu og þátttökuvilja fyrirtækja í því ferli
Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála

Startup Tourism – Upplifun og reynsla  
Smári Stefánsson, The Cave People og Rannveig Ólafsdóttir, Iceland Bike Farm

Fundarstjóri: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra

15:45 - Örferð um svæðið


Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands

Um kvöldið skemmtum við okkur svo saman yfir þriggja rétta kvöldverði, skemmtun og tónlist.

19:00 - Fordrykkur í boði Markaðsstofunnar

19:30 - Borðhald hefst

Matseðill kvöldsins:

Forréttur: Humarsúpa

Aðalréttur: Nautalund með kartöflugratíni, portobello sveppum & timiansósu

Eftirréttur: Súkkulaði Brownies

Veislustjórar kvöldsins verða þeir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson

Happdrætti með veglegum vinningum!

Að borðhaldi loknu verður partýstemning með trúbadornum Hlyn Ben


Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 28. mars og fer skráning fram hér

Nánari upplýsingar síma í 560 2044 og tölvupóst fannar@south.is

Að taka þátt í öllum deginum kostar aðeins 10.900 kr. á mann (aðalfundur, málþing, örferð, kvöldverður og skemmtun).


Stracta Hotels er með tilboð á gistingu þetta kvöld:

Eins manns herbergi með morgunverði: 12.900 kr.

Tveggja manna herbergi með morgunverði: 14.900 kr.

Til að panta gistinguna þarf senda póst á info@stractahotels.is og taka fram að hún sé fyrir árshátíð Markaðsstofu Suðurlands

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst, allan daginn er flott dagskrá og er þetta kjörinn vettvangur til að hittast og hafa gaman saman!

Hér er hægt að skoða myndir frá gleðinni 2018 :)

Hlökkum til að eiga með ykkur frábæran dag og kvöld !