Fara í efni

Uppbygging við Þingvelli

Þingvellir hafa á þessu ári náð að vinna ýmis verkefni sem bæta aðstöðu gesta þjóðgarðsins. Þar ber helst að nefna nýjan útsýnispall í austurhluta þjóðgarðsins við Hrafnagjá og nýr búðastígur í hjarta þinghelgarinnar.

Þingvellir hafa á þessu ári náð að vinna ýmis verkefni sem bæta aðstöðu gesta þjóðgarðsins. Þar ber helst að nefna nýjan útsýnispall í austurhluta þjóðgarðsins við Hrafnagjá og nýr búðastígur í hjarta þinghelgarinnar. 

Útsýnispallur við Hrafnagjá

Nýr útsýnispallur opnar gestum aðra sýn á fegurð og jarðfræði þjóðgarðsins. Hrafnagjá afmarkar sigdalinn til austurs og gefur einstakt sjónarhorn á langan og gráan hamravegg Almannagjár til vesturs sem er skorinn eins og með silfursverði af Öxarárfossi. Á fáum stöðum verður sjónarspil haustlitanna jafn tilkomumikið.

Búðastígur í þinghelgi
Nýr stígur þar sem unnið hefur verið með endurnýtingu efnis og náttúrulegt efnisval kallar á nýja nálgun í gerð stíga. Með því að lyfta gönguleiðinni upp munu gestir njóta fornleifanna þar sem fornar búðir liggja við hvert fótmál. Uppsetningu upplýsingaskilta mun varpa ljósi á sögu staðarins og hvernig Þingvellir hafa verið sögusvið Íslendingasagna.

Þingvellir hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður Íslands. Undanfarin ár hefur verið lögð talsverð vinna til að staðurinn geti sinnt þeim fjölda sem hann heimsækja. Margt hefur því verið sett á dagskrá, sumt náð að vinnast en annað þurft að bíða. Þrátt fyrir snara fækkun ferðamanna hafa hendur ekki lagst í skaut. Vonir okkar standa til þess að þegar ferðamenn mega aftur ferðast muni þeir geta notið nýrra og betri innviða á Þingvöllum.