Fara í efni

Til upplýsinga er snerta öryggi ferðamanna á Suðurlandi.

Á næstu vikum munu Almannavarnir á Suðurlandi standa fyrir árveknisátaki í sveitarfélögum á svæðinu, svokölluðum almannavarnavikum.

Á næstu vikum munu Almannavarnir á Suðurlandi standa fyrir árveknisátaki í sveitarfélögum á svæðinu, svokölluðum almannavarnavikum. Hluti af þessari vinnu er að funda með ferðaþjónustuaðilum og er markmið fundanna að kynna verkefni og skipulag almannavarna á svæðinu og fá fulltrúa ferðaþjónustunnar til að taka þátt í umræðu um hvaða ógnir steðji að ferðamönnum. Fundað verður í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi og er dagskrá allra funda sú sama. Ferðaþjónustuaðilum gefst því bæði tækifæri á að mæta á marga fundi og sjá hvort ólík sjónarmið séu innan sama svæðis eða láta duga að mæta á einn þeirra á hverju svæði fyrir sig.

Næsti fundur er í félagsheimilinu á Flúðum 26. september kl 16.00-18.00

Áætlaðar dagsetningar næstu funda þar á eftir:

Dagskrá fundanna:

  • Almannavarnaskipulagið og tenging ferðaþjónustunnar við það í aðgerðum
  • Áhættumat á ferðamannastöðum
  • Safetravel - upplýsingagjöf til ferðamanna, fræðsla og upplýsingagjöf til starfsmanna
  • Viðbragðsáætlanir
  • Umræður og hópavinna um ógnir í ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar veitir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Almannavarna á Suðurlandi, í síma 444 2020, netfang: vidir@logreglan.is