Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Suðurland tekur þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden á Akureyri

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands ásamt faghópi um ferðamál á Suðurlandi taka þátt þessa dagana í ferðakaupstefnunni Vestnorden en hún er haldin dagana 2.-4. Október á Akureyri
Dagný, Ragnhildur og Páll Marvin á Vestnorden 2018
Dagný, Ragnhildur og Páll Marvin á Vestnorden 2018

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands ásamt faghópi um ferðamál á Suðurlandi taka þátt þessa dagana í ferðakaupstefnunni Vestnorden en hún er haldin dagana 2.-4. Október á Akureyri. Vestnorden er árleg ferðakaupstefna sem er haldin í samstarfi þriggja landa, Íslands, Grænlands og Færeyja og skiptast löndin á að halda hana. Vestnorden er mikilvægt tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki frá öllum þremur löndunum til að kynna sitt vöruframboð fyrir erlendum ferðaheildsölum og blaðamönnum.

Fulltrúar kynna Suðurland í heild sinni með áherslur á svæðin þrjú og afþreyingu, en Suðurland Luxury Travel Guide veitti áfangastaðnum verðlaun sem útivistar áfangastaður ársins 2018 eða OUTDOOR ACTIVITY DESTINATION OF THE YEAR 2018.

 LTG verðlaun útivistar áfangastaður 2018

Kort