Fara í efni

Suðurland áberandi í breska ríkisjónvarpinu

Suðurland hefur verið áberandi síðastliðna viku í breska ríkissjónvarpinu, BBC.

Tvær vinsælar þáttaraðir sýndu í liðinni viku þætti þar sem Suðurland var áberandi. Um er að ræða þættina Amazing Hotels og Top Gear. Báðir þættirnir voru klukkustund að legnd og lék náttúra Suðurlands þar stórt hlutverk. Top Gear liðar byrjuðu þátt sinn við Hafursey og enduðu við rætur Heklu. Þátturinn Amazing hotels dvaldi á ION Adventure Hotel við Nesjavelli og naut alls kyns aðþreyingar á meðan dvöl þeirra stóð.