Fara í efni

Skrifað undir samstarfsyfirlýsingu

Íslandsstofa boðaði til fundar um kynningar- og markaðsstarf erlendis undir yfirskriftinni „Er ímynd Íslands að breytast“.
Frá undirskrift Íslandsstofu, Markaðsstofa landshlutanna og Höfuðborgarstofu.
Frá undirskrift Íslandsstofu, Markaðsstofa landshlutanna og Höfuðborgarstofu.

Íslandsstofa boðaði til fundar um kynningar- og markaðsstarf erlendis undir yfirskriftinni „Er ímynd Íslands að breytast“.  Fundurinn var vel sóttur og á honum voru skoðaðar ólíkar hliðar Íslands sem áfangastaðar og hvort ímynd Íslands sé að breytast hjá ferðamönnum, erlendum ferðasölum og Íslendingum.

Á fundinum skrifuðu síðan fulltrúar Íslandsstofu, Markaðsstofa landshlutanna og Höfuðborgarstofu undir samstarfsyfirlýsingu á vettvangi markaðssetningar erlendis fyrir áfangastaðinn Ísland. Er þetta mikilvægt skref í að formgera samstarfið á milli þessara aðila.