Ráðningarferli fyrir verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Suðurlands er nú lokið.
Ráðningarferli fyrir verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Suðurlands er nú lokið.
Ráðinn var Guðmundur Fannar Vigfússon. Guðmundur Fannar er með MS gráðu í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands ásamt B.Sc. gráðu í viðskiptafræðum með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Guðmundur Fannar er vel kunnugur störfum og starfsumhverfi Markaðsstofunnar þar sem hann starfaði sem verkefnastjóri tímabundinna verkefna á árinu 2013. Þá hefur hann haldgóða reynslu úr ferðaþjónustu þar sem hann hefur m.a. starfað sem viðskiptastjóri á sölu- og markaðssviði Iceland Travel sl. 3 ár.
Hjá Markaðsstofunni mun Guðmundur Fannar sinna m.a. samskiptum við hagsmunaaðila, ráðgjöf á sviði markaðs- og ferðamála, verkefnastjórn, markaðs- og kynningarmálum ásamt því að hafa umsjón með fjölmiðlafyrirspurnum. Mun hann hefja störf fljótlega og bjóðum við hann velkominn til starfa.