Fara í efni

Ráðningarferli fyrir verkefnastjóra DMP áætlana fyrir Suðurland er nú lokið

Ráðnir voru tveir verkefnastjórar til að vinna eina DMP áætlun fyrir Suðurland sem heild og þrjár aðgerðaáætlanir, byggt á þrískiptingu markaðsgreiningarinnar.
Laufey og Anna Valgerður
Laufey og Anna Valgerður

Ráðnir voru tveir verkefnastjórar til að vinna eina DMP áætlun fyrir Suðurland sem heild og þrjár aðgerðaáætlanir, byggt á þrískiptingu svæðisins sem lögð var til í markaðsgreiningu á áfangastaðnum Suðurlandi.

Laufey Guðmundsdóttir er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík, B.Sc. í viðskiptafræði sem og D-vottun IPMA. Þá hefur hún víðtæka reynslu í fjármála- og rekstrarstjórn, tekið þátt í mótun stefnu, greiningum, samhæfingu og ýmsum umbótaverkefnum. Þá hefur Laufey í störfum sínum öðlast mikla reynslu í samskiptum við mismunandi hagaðila, komið að áætlanagerð ýmis konar og tekið þátt í þróun og vexti eins stærsta íþróttafélags landsins, HK.

Anna Valgerður Sigurðardóttir er með BS í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og diploma í kennslufræðum. Þá leggur hún stund á meistaranám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands. Anna Valgerður hefur áralanga reynslu í kennslu og miðlun þekkingar ýmis konar, en nýverið tók hún þátt í að þróa og kenna nýtt nám hjá Háskólafélagi Suðurlands í samstarfi við erlenda háskóla. Þar var m.a. fjallað um ferðaþjónustu á ólíkum mörkuðum, skipulagningu og stjórnun ferðamannastaða og áhrif ferðamennsku á náttúru og samfélag með hliðsjón af upplifun ferðamannsins.

Munu þær hefja störf í apríl/maí. Við bjóðum þær velkomnar til starfa fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi.