Fara í efni

Nýr starfsmaður Markaðsstofunnar

Ráðið hefur verið í starf verkefnastjóra í markaðsteymi hjá Markaðsstofunni
Davíð Ernir Kolbeins
Davíð Ernir Kolbeins

Ráðningarferli vegna starfs verkefnastjóra í markaðsteymi hjá Markaðsstofu Suðurlands er nú lokið og hefur Davíð Ernir Kolbeins verið ráðinn til starfa. 48 umsækjendur sóttust eftir starfinu.

Davíð Ernir hefur lokið gráðu í samskiptum (e. Communication studies) með áherslu á almannatengsl frá Auckland University of Technology í Nýja Sjálandi. Davíð hefur reynslu af markaðs- og samskiptamálum þar sem hann hefur starfað m.a. í samskiptadeild Knattspyrnusambands Íslands og hjá Íslandsstofu.

Davíð mun starfa sem verkefnastjóri í markaðsteymi hjá Markaðsstofunni þar sem hann mun sinna kynningarmálum, samskiptum við hagsmunaaðila sem og ráðgjöf. Davíð hefur þegar hafið störf og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa.