Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný gestastofa á Kirkjubæjarklaustri

Skaftárstofa, ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðar var opnuð um helgina á Kirkjubæjarklaustri.
Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður
Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Skaftárstofa, ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðar var opnuð um helgina á Kirkjubæjarklaustri.
Gestastofan er staðsett í nýju húsi við þjóðveg 1 og kemur til með að taka á móti ferðamönnum á svæðinu en stofan nýtist einnig sem upplýsingamiðstöð fyrir Skaftárhrepp.

Á meðan unnið er að nýrri fræðslusýningu um þjóðgarðinn er til sýnis sýning frá Jöklarannsóknafélagi Íslands sem gerð var í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Hægt er að kynna sér frekar starfsemi Skaftárstofu og Vatnajökulsþjóðgarðar hér.

Á sama tíma og Markaðsstofa Suðurlands óskar Vatnajökulsþjóðgarði innilega til hamingju með nýja og glæsilega gestastofu viljum við einnig hvetja alla til að heimsækja Skaftárstofu við tækifæri.