Námskeið í markaðssetningu ferðaþjónustu
Markaðsstofa Suðurlands ásamt Manhattan markaðsráðgjöf ætlar að kynna markaðsgreiningu sem unnin var fyrir áfangastaðinn Suðurland. Í kjölfar kynningar verður svo námskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu í hvernig þeir geta notfært sér upplýsingar úr greiningunni í markaðssetningu á sinni þjónustu.
Dagskrá
▪ Kynning á markaðsgreiningu fyrir áfangastaðinn Suðurland.
▪ Námskeið í markaðssetningu ferðaþjónustu.
Námskeiðið er ætlað bæði einstaklingum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Suðurlandi og fjallað verður um hvernig hægt er að nýta sér upplýsingar úr greiningunni til markaðssetningar á þjónustu. Einnig verður farið yfir helstu grunn atriði markaðsfræðinnar og fjallað um þau á hagnýtan hátt.
Brynjar Þór Þorsteinsson aðjúnkt á Háskólanum á Bifröst og Haraldur Daði Ragnarsson einn stofnenda Manhattan markaðsráðgjafar munu stýra námskeiðinu.
Á námskeiðinu verður fjallað um:
▪ Hvernig geta aðilar í ferðaþjónustu nýtt sér skýrsluna.
▪ Markaðsfræði ferðaþjónustu.
▪ Hagnýt atriði í markaðsmálum og stefnumótun (verkfærakista).
▪ Upplifun og söfnun upplýsinga.
▪ Stafræn markaðssetning, heimasíða og samfélagsmiðlar.
▪ Tenging við skýrslu, virðiskeðja þjónustu, gæði þjónustu o.fl.
▪ Vinnustofa þátttakenda þar sem þeirra umhverfi er mátað við námsefnið.
Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi stöðum:
Höfn – 3. maí í Nýheimum, kl. 13:30 til 17:30.
Vík – 4. maí í Kötlusetri, kl. 13 til 17.
Námskeiðin eru öllum opin. Skráningargjald fyrir aðila Markaðsstofu Suðurlands er 3.900 kr. en aðila utan 5.900 kr. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið thorsteinn@south.is.
Til að námskeiðið nýtist sem best er mikilvægt er að þeir sem hyggjast sækja það hafi kynnt sér markaðsgreininguna að einhverju leyti. Hægt er að lesa markaðsgreininguna með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Markaðsgreining fyrir áfangastaðinn Suðurland.