Fara í efni

Mjög góð þátttaka á Mannamótum 2020

Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir Mannamótum 2020, 16. janúar sl. og var þetta í sjöunda skipti sem viðburðurinn var haldinn.

Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir Mannamótum 2020, 16. janúar sl. og var þetta í sjöunda skipti sem viðburðurinn var haldinn. Þetta er annað árið í röð sem Mannamót haldin í Kórnum Kópavogi. Mjög góð þátttaka var í ár og um 270 ferðaþjónustufyrirtæki kynntu þjónustu sína og þar af um 80 af Suðurlandi. Um 700 gestir sóttu Mannamót þetta árið auk sýnenda. Markaðsstofa Suðurlands þakkar öllum fyrir þátttökuna og gestum fyrir innlitið og sjáumst að ári liðnu.