Fara í efni

Markaðsstofa Suðurlands á ITB 2018

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ITB ferðasýningunni í samstarfi með Íslandsstofu í Berlín dagana 7. - 11. mars.
Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ITB ferðasýningunni í samstarfi með Íslandsstofu í Berlín dagana 7. - 11. mars. ITB er stærsta fag- og ferðasýning í heimi og vakti íslenski þjóðarbásinn mikla athygli. Fulltrúi Markaðsstofu Suðurlands veitti upplýsingar um Suðurland og hina landshlutana. Alls tóku 31 fyrirtæki í ferðaþjónustu þátt á bás Íslands á sameiginlegu norrænu sýningarsvæði.
 
Á sýningunni var lögð áhersla á að hvetja ferðamenn og erlenda ferðaheildsala til þess að kynna sér ferðaþjónustu á Íslandi, árið um kring með ábyrgð og öryggi að leiðarljósi. Markaðsstarfið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland.
 
Í tengslum við ITB bauð Íslandsstofa í samráði við íslenska sendiráðið í Berlín fulltrúum sérvalinna þýskra fjölmiðla til kvöldverðar í bústað sendiráðsins. Þar var þátttaka Íslands í ITB 2018 og íslensk ferðaþjónusta kynnt sem og kynningarátak í tengslum við þátttöku Íslands í heimsmeistarakeppni karla í fótbolta í Rússlandi. Vakin var athygli á því að Ísland er fámennasta þjóðin sem komist hefur í hóp keppenda í HM. Fjölmiðlakvöldverðurinn skilaði Íslandi mjög jákvæðri umfjöllun í þýskum miðlum.