Fara í efni

Kynningarfundur um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (DMP) í Vestmannaeyjum

Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa, í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands, boða til kynningarfundar um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans-DMP). FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN.

Ferðamálastofa, í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands og Stjórnstöð ferðamála, boða til kynningarfundar um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans-DMP) í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 15. júní frá kl. 14:00 - 15:30 í Sagnheimum.

FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. Aðilar í ferðaþjónustu og íbúar Vestmannaeyja eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Á fundunum munu fulltrúar Ferðamálastofu kynna verkþætti og tímalínu verkefnisins, sem sem Ferðamálastofa leiðir með aðkomu og ráðgjöf skoska ráðgjafans Tom Buncle. Hagaðilar DMP verkefna eru breiður hópur s.s. sveitarfélög, markaðsstofur, atvinnuþróunarfélög, ferðaþjónar, ferðaklasar, upplýsingamiðstöðvar, aðrir þjónustuaðilar, öryggis- og viðbragðsaðilar, íbúar o.fl.

Hvað er DMP?
DMP er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. DMP er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðila ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu.

Nánari upplýsingar er  að finna á vef Ferðamálastofu:
http://www.ferdamalastofa.is/is/troun-og-samstarf/stefnumarkandi-stjornunaraaetlanir/dmp-er-aaetlun-um-skipulag-throun-og-markadssetningu-svaedis-auk-skilgreindra-leida