Kynningarfundur Áfangastaðaáætlunnar Suðurlands í Vestmannaeyjum
Markaðsstofa Suðurlands og Þekkingarsetur Vestmannaeyja býður til opins súpufundar miðvikudaginn 5.des.
05.12.2018
Markaðsstofa Suðurlands og Þekkingarsetur Vestmannaeyja býður til opins súpufundar miðvikudaginn 5.des. Þar mun Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands, kynna helstu niðurstöður áætlunarinnar og hvernig Vestmannaeyjar geta nýtt sér þær í því að gera Vestmannaeyjar að enn betri áfangastað.
Fundurinn er haldinn í sal Þekkingarseturs Vestmannaeyja og hefst fundurinn kl 12.15. Boðið verður upp á gómsæta sveppasúpu fyrir fundargesti.
Allir velkomnir.