Kynningarfundir með sveitarfélögum
Kynningarfundir á Áfangastaðaáætlun Suðurlands með sveitarfélögum eru í fullum gangi.
13.02.2019
Í nóvember var kynning á Áfangastaðaáætlun fyrir sveitarstjórn og nefndir Árborgar. Í desember voru Vestmannaeyjar og Hveragerði heimsótt. Á nýju ári var byrjað á kynningu hjá Skeiða- og Gnúpverjahrepp einnig voru eftirfarandi sveitarfélög heimsótt í janúar Skaftárhreppur, Flóahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur. Í febrúar er búið er að heimsækja Bláskógabyggð og er búið að bóka fundi með Rangárþingi ytra, Sveitarfélaginu Höfn og Ölfus. Í mars er stefnt að því að klára að funda með þeim fjórum sveitarfélögunum á Suðurlandi sem standa útaf: Hrunamannahreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Ásahrepp.