Fara í efni

Kynningarferð um Suðurland

Markaðsstofa Suðurlands bauð starfsfólki ferðaskrifstofa í kynningarferð um Suðurlandið föstudaginn 2. júní. Tilgangur ferðarinnar var að kynna nýja ferðaþjónustuaðila á vestur- og miðsvæðinu.

Markaðsstofa Suðurlands bauð starfsfólki ferðaskrifstofa í kynningarferð um Suðurlandið föstudaginn 2. júní. Tilgangur ferðarinnar var að kynna nýja ferðaþjónustuaðila á vestur- og miðsvæðinu.

Fyrsti viðkomustaður var Raufarhólshellir, the Lava Tunnel þar sem Hallgrímur Kristinsson tók vel á móti hópnum og tók hann í kynningarferð um hellinn. Næsti viðkomustaður var Konubókastofa á Eyrarbakka þar sem Anna Jónsdóttur hefur safnað og haldið utan um ritverk sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina. Þar næst var haldið til Hveragerði og Skyrgerðin heimsótt. Þar rekur Elfa Dögg Þórðardóttir veitingastað og gistiheimili. Gestir fengu skemmtilega kynningu á staðnum og snæddu hádegisverð og m.a. smökkuðu Skyr Mohito sem vakti mikla lukku. Þegar heimsókninni í Skyrgerðinni var lokið var haldið í Ljósbrá steinasýningu sem einnig er í Hveragerð. Hafsteinn Þór Auðunsson tók þar á móti hópnum og fræddi gesti um tilurð og tilgang steinasafnsins.

Síðan var haldið til Hellu á Stracta Hótel þar sem gestir fengu kynningu frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og áttu gott samtal. Svava og Gunnar sýndu svo gestum hótelið. Eftir þetta var haldið í Þykkvabæ og hópurinn heimsótti Hótel Vos sem hóf nýlega starfsemi. Gyða Árný Helgadóttir hótelstýra tók þar á móti hópnum með kaffi og kleinum og sagði frá því sem var á boðstólum. Þá var haldið á Hvolsvöll þar sem Lava Centre var heimsótt og Ásbjörn Björgvinsson kynnti sýninguna fyrir gestum.

Að lokum var haldið á Midgard á Hvolsvelli og snæddur kvöldverður. Björg Árnadóttir einn eigenda Midgard tók á móti hópnum ásamt starfsmönnum og kynnti starfsemi fyrirtækisins fyrir gestum.

Vel heppnaður dagur í alla staði og gestir héldu sáttir á heim á leið um kvöldið.

Hér er hægt að skoða myndir úr ferðinni.