Fara í efni

Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun Ferðaþjónustunnar árið 2021

Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021.

Icelandic Lava Show hlaut Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðastliðinn fimmtudag.

Tilnefningarnar til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar endurspegla mikla grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu um allt land. Hugmyndaauðgi, stórhugur og fagmennska einkennir mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd voru og var dómnefnd því ákveðinn vandi á höndum. Nefndarmenn voru þó einróma um að handhafi verðlaunanna í ár sé Icelandic Lava Show.

Markaðsstofa Suðurlands er ákaflega stolt og ánægð með þær fregnir að Icelandic Lava Show hafi hlotið Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021 og óskum við Ragnhildi og Júlíusi innilega til hamingju með verðlaunin. 

Nánar er hægt að lesa um afhendingu Nýsköpunarverlaun ferðaþjónustunnar hér