Fara í efni

Hornafjörður heimsóttur

Verkefnastjórar DMP á Suðurlandi fóru í þriggja daga heimsókn um Hornafjörð í síðustu viku. Tilgangur með þeirri ferð var að skoða betur svæðið, ræða var við aðila í vinnuhóp svæðisins ásamt því að heimsækja fyrirtæki og fólk á Hornafirð.

Verkefnastjórar DMP á Suðurlandi fóru í þriggja daga heimsókn um Hornafjörð í síðustu viku. Tilgangur með þeirri ferð var að skoða betur svæðið, ræða var við aðila í vinnuhóp svæðisins ásamt því að heimsækja fyrirtæki og fólk á Hornafirð.

Mikil gróska, metnaður lagður í svæðið og samtal innan svæðisins. Verkefnastjórar fengu góðar móttökur og upplifðu mikla jákvæðni gagnvart verkefninu, áfangastaðaáætlun DMP, hvar sem komið var. Svæðið hefur mikið upp á að bjóða bæði í mat, gistingu, afþreyingu, náttúrufegurð og krafti frá jöklum og fólkinu því verður spennandi og gaman að taka þátt í vinnu með svæðinu.

Gaman að sjá það mikla samtal sem á sér stað innan Hornafjarðar og reynt er að koma heildarsýn yfir sveitafélagið þó svo að hvert svæði fyrir sig hafi sín sérkenni. Hornfirðingar eru opnir fyrir því að nýta DMP vinnuna inn í þau verkefni sem þegar eru til á svæðinu og byggja ofan á það.

#DMPSuðurland #elskumSuðurland #DMP