Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vel heppnuð fundaröð með ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi

Markaðsstofan hefur átt marga góða fundi með ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi síðustu misserin.

Markaðsstofan hefur átt fjölmarga skemmtilega fundi við ferðaþjónustuna á Suðurlandi síðustu misserin.

Á fundunum sem báru heitið "stefnumót við ferðaþjónustuna í Rangárþingi eystra" kynntum við m.a. nýjar áherslur Markaðsstofunnar ásamt því að eiga gott samtal við fundargesti. Ný Eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli, LAVA, kynnti áform sín og Guðlaug Svansdóttir, markaðs- og kynningafulltrúi Rangárþings eystra fór yfir niðurstöður nýrrar könnunar um ferðamannastraum í sveitarfélaginu. Eftir stefnumót við ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi eystra buðu heimamenn Markaðsstofunni í vel heppnaða heimsókn til ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

Á fundunum með Íslandsstofu kynntum við m.a. áherslur Markaðsstofunnar í markaðssetningu og samstarfi ásamt því að eiga gott samtal við fundargesti. Íslandsstofa var með erindi um samstarf og markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina, fór yfir hvernig Íslandsstofa stendur að markaðsstarfinu á erlendum mörkuðum ásamt því að kynna átakið #AskGudmundur og nýja viðhorfs- og vitundarrannsókn um áfangastaðinn Ísland (sjá skýrsluna hér.Góð mæting var á fundina og sköpuðust skemmtilegar umræður. 

Myndir frá fundunum og örferðinni má finna hér.

Viljum við þakka öllum þeim sem komu, bæði til stefnumóts við okkur í Rangárþingi eystra ásamt þeim sem komu á fundina með Íslandsstofu, kærlega fyrir komuna og góðar umræður.