Fara í efni

Fyrsti vinnufundur með austursvæðinu

Á föstudaginn síðasta var haldinn fyrsti vinnufundur austursvæðis, að þessu sinni var fundurinn haldinn inn á Höfn. Leitast verður við að dreifa vinnufundum jafnt yfir viðkomandi svæði og verður því næsti fundur í október í Suðursveit.

Fundurinn gekk vel og náðu allir aðilar í vinnuhópnum að mæta. Unnið var þétt í tvær klukkustundir þar sem staðan í dag var rædd, hvað fólk var stolt af eða ánægt með annarsvegar og hinsvegar hvað mætti bæta í sambandi við ferðaþjónustuna. Leitast var við að ná snertingu við íbúa, umhverfið, fyrirtækin og ferðamennina.

Fyrsti vinnufundur á austursvæði

Verkefnastjórar fara nú í að vinna úr gögnum fundarins og draga fram þær línur sem halda áfram inn í verkefnið áfangastaðaáætlun DMP.

Næsti fundur verkefnastjóra verður með miðsvæðinu í Vestmannaeyjum í vikunni. Verkefnastjórar nýttu ferðina inn á Hornafjörð með því að taka þátt í lokafundi vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlun hjá Kötlu jarðvangi. Niðurstöður úr því verkefni verða nýttar inn í áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi vegna miðsvæðisins.