Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fróðleikur um gönguleið yfir Fimmvörðuháls

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls nýtur sívaxandi vinsælda meðal göngufólks, ekki bara íslenskra fjallagarpa, heldur sækir fólk frá öllum heimshornum Hálsinn heim. Nú er göngutímabil yfir Fimmvörðuháls hafið og aðsóknin að aukast.
Gönguleið yfir Fimmvörðuháls
Gönguleið yfir Fimmvörðuháls

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls nýtur sívaxandi vinsælda meðal göngufólks, ekki bara íslenskra fjallagarpa, heldur sækir fólk frá öllum heimshornum Hálsinn heim. Nú er göngutímabil yfir Fimmvörðuháls hafið og aðsóknin að aukast.  Við óskum göngufólki góðrar og öruggrar ferðar í stórbrotinni náttúrufegurð á Fimmvörðuhálsi og hvetjum fólk til að undirbúa sig vel og fylgjast vel með færð og veðurspá.

Á vefsíðunni www.Fimmvörðuháls.is er að finna ítarlegar upplýsingar sem koma sér vel við undirbúning göngu yfir Fimmvörðuháls auk mynda, frétta af því sem er að gerast í kringum Fimmvörðuháls og ýmiss konar fróðleik.  Vefsíðan opnaði 1. desember 2013 og hefur heimsóknafjöldi farið sívaxandi ár frá ári og nú er unnið að því að þýða efni síðunnar á ensku.