Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Árshátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi

Markaðsstofa Suðurlands boðar til árshátíðar fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi þann 19. febrúar 2016. Þátttaka er opin öllum ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi.

Markaðsstofa Suðurlands boðar til árshátíðar fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi þann 19. febrúar 2016. Þátttaka er opin öllum ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi.

Um er að ræða síðbúna uppskeruhátíð, sem verður að þessu sinni haldin á Hótel Vatnsholti. Er þetta kjörin vettvangur til að gera upp árið 2015 og stilla saman strengi fyrir það nýja.

Dagskrá:

·         13:30 – Málþing 

  • Stjórnstöð ferðamála – verkefnin framundan Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála
  • Að græða á fræðslu og fingri Ingunn Jónsdóttir, verkefnastjóri Háskólafélags Suðurlands og Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslunets Surðurlands
  • Vöxtur og árangur Sævar Freyr Sigurðsson, eigandi SagaTravel
  • Þú getur haft mikil áhrif - Anna Steinssen, stjórnenda- og heilsumarkþjálfi 

Fundarstjóri verður Eydís Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.

·         16:30 -  Örferð um Flóann

·         19:30 – Fordrykkur í boði Markaðsstofunnar

·         20:00 – Léttur kvöldverður, skemmtun og happdrætti.

Heiðursgestur kvöldsins verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.

Veislustjóri er Kári Viðarsson, leikari. Ingó Veðurguð heldur uppi stemmningunni fram eftir kvöldi.

Hótel Vatnsholt býður góð verð á gistingu þetta kvöld sem við hvetjum ykkur endilega til að nýta. Best að bóka gistinguna beint hjá þeim, info@hotelvatnsholt.is eða í síma 482-4829.

Verðinu er stillt í hóf en málþing, léttur kvöldverður ásamt skemmtidagskrá og kynningarferð kostar aðeins 6.900 kr. á manninn.

Skráning fer fram hjá Markaðsstofunni með því að senda póst á Valgerði (valgerdur@south.is)eða með því að hringja í síma 560-2030.

Skráningar í gistingu eru hjá Margréti í Vatnsholti 

Hlökkum til að eiga frábæran dag og kvöld saman.