Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aðalfundur og málþing Markaðsstofu Suðurlands

Síðastliðinn föstudag 19. apríl var aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands haldinn á Hótel Selfossi með tilheyrandi hátíðarhöldum og dagskrá. Sú hefð hefur skapast að í framhaldi af aðalfundi stofunnar er einnig haldið málþing, farið í kynningarferð um það svæði sem fundurinn er haldinn á og svo skemmtir fólk sér saman á árshátíð um kvöldið.

Síðastliðinn föstudag 19. apríl var aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands haldinn á Hótel Selfossi með tilheyrandi hátíðarhöldum og dagskrá. Sú hefð hefur skapast að í framhaldi af aðalfundi stofunnar er einnig haldið málþing, farið í kynningarferð um það svæði sem fundurinn er haldinn á og svo skemmtir fólk sér saman á árshátíð um kvöldið.

Katrín Ó. Sigurðardóttir formaður stjórnar opnaði aðalfund sem fór fram á Hótel Selfossi eins og áður segir og sá Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar um að stýra fundinum með glæsibrag. Ragnhildur Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands fór yfir helstu verkefni sem unnin voru 2023 og það sem framundan er hjá Markaðsstofunni árið 2024.

Kosning fór fram samkvæmt samþykktum um tvö sæti Ferðamálasamtaka Suðurlands í stjórn Markaðsstofu Suðurlands og bárust 4 framboð. Katrín Ó. Sigurðardóttir, formaður stjórnar óskaði eftir að láta af störfum aðalmaður í stjórn og þar með formennsku en mun taka sæti sem varamaður. Starfsfólk og stjórn þakkar Katrínu kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Markaðsstofunnar.

Nýja stjórn Markaðsstofu Suðurlands 2024/2025 skipa:
Aníta Jónsdóttir - Visit South Iceland ehf.
Ágúst Elvarsson – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu​
Ásgerður Kristín Gylfadóttir – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga​
Brynhildur Jónsdóttir - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga​
Guðmundur Fannar Vigfússon - Ferðamálasamtök Suðurlands​​
Sveinn Hreiðar Jensson - Ferðamálasamtök Suðurlands​​

Varamenn:
Arnar Freyr Ólafsson - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Árni Eiríksson - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga​
Ársæll Hauksson – Ferðamálasamtök Suðurlands​
Íris Heiður Jóhannsdóttir – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu
​ Katrín Björk Eyjólfsdóttir - Ferðamálasamtök Suðurlands​​
Katrín Ó. Sigurðardóttir - Visit South Iceland ehf​

Geir Gígja, Engilbert Olgeirsson, Erla Þórdís Traustadóttir og Dóróthea Ármann láta af störfum í stjórn og varastjórn Markaðsstofunnar og þökkum við þeim kærlega fyrir samstarfið.

Formleg stjórnarskipti fara svo fram á fyrsta fundi nýrrar stjórnar þar sem hún skiptir með sér verkum.

Spennandi framkvæmdir í ferðaþjónustu á Suðurlandi

Að loknum aðalfundi fór fram málþing sem bar heitið „Stórar framkvæmdir í ferðaþjónustu á Suðurlandi - tækifæri og samlegðaráhrif.“ Fundarstjóri málþingsins var Bragi Bjarnason formaður Bæjarráðs Árborgar.
Á málþinginu var fjallað um stórar framkvæmdir í ferðaþjónustu útfrá sjálfbærri þróun áfangastaða.

  • Magnús Orri Marínarson Schram hélt erindið „Að móta áfangastað“ þar sem hann sagði frá mótun áfangastaða í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal.
  • Hreiðar Hermannsson fjallaði um uppbyggingu ferðaþjónustu í Skaftárhreppi.
  • Fanney Ásgeirsdóttir sagði frá nýju Skaftárstofu, tækifærum í ráðstefnuhaldi, og samvinnu við samfélagið.
  • Brynjólfur J. Baldursson svalaði forvitni gesta um fyrirhugaða uppbyggingu Reykjabaðanna í Reykjadal.
  • loks hélt Vignir Guðjónsson kynningu um það sem er í vændum í næstu áföngum Miðbæjar Selfoss.

Að loknu málþingi var farið í stutta kynningarferð þar sem Ólafur Rafnar Ólafsson, atvinnu- og viðburðarfulltrúi Árborgar leiddi hópinn um nærsvæði Árborgar. Hópurinn heimsótti Byggðasafn Árnesinga þar sem Lýður Pálsson fór yfir sögu og þróun safnsins, jafnframt bauðst gestum að skoða Húsið á Eyrarbakka. Að því loknu var farið í heimsókn í Hespuhúsið þar sem Guðrún Bjarnadóttir vinnur jurtalitað band eftir gömlum hefðum. Í Hespuhúsinu gafst gestum kostur á að kíkja í litunarpottana og fræðast um gamla handverkið.

Botninn var sleginn í hátíðarhöldin með vel heppnaðri árshátíð þar sem gleðin var við völd.

Starfsfólk Markaðsstofunnar vill koma kærum þökkum til allra sem tóku þátt deginum með okkur.

Aðalfundur/Árshátíð 24