Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

AÐALFUNDUR OG FRAMBOÐ TIL STJÓRNARSETU

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands fer fram föstudaginn 31. mars nk. kl. 12:30 – 14.00 á Fosshótel Heklu. Boðið verður uppá súpu frá kl. 12:00 fyrir þá sem vilja.

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands fer fram föstudaginn 31. mars nk. kl. 12:30 – 14.00 á Fosshótel Heklu. Boðið verður uppá súpu frá kl. 12:00 fyrir þá sem vilja. 

Dagskrá

  • Formaður stjórnar opnar fundinn – Ása Valdís Árnadóttir
  • Tilnefning fundarstjóra
  • Yfirlit ársins 2016 og verkefna- og fjárhagsáætlun MSS 2017 - Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS
  • Ársreikningur 2016 - Þórður Freyr Sigurðsson stjórnarmaður MSS
  • Kosning og skipun nýrrar stjórnar
  • Tilnefning skoðunarmanna ársreiknings
  • Önnur mál

Samkvæmt nýjum samþykktum Markaðsstofunnar mun aðalfundur, skipaður aðildarfyrirtækjum stofunnar, kjósa 2 fulltrúa í stjórn Markaðsstofunnar fyrir starfsárið 2017/2018 og sitja þar fyrir hönd Ferðamálasamtaka Suðurlands. 

Við auglýsum því hér með eftir framboðum til stjórnar Markaðsstofunnar fyrir starfsárið 2017/2018. Framboðsfrestur rennur út viku fyrir aðalfund, eða föstudaginn 24. mars nk. Til að senda inn framboð eða fá nánari upplýsingar endilega hafið samband við Dagný -  dagny@south.is eða í síma 560-2032.

Málþing og árshátíð Markaðsstofunnar verða haldin að loknum aðalfundi - sjá nánar um dagskrá og upplýsingar um skráningu er að finna hér.