Að taka á móti 90 þúsund kínverskum ferðamönnum - Súpufundir
Árið 2018 komu næstum 90.000 kínverskir ferðamenn til landsins. Samkvæmt framtíðarspám mun fjöldinn halda áfram að aukast með hugsanlegu beinu flugi frá Kína og auknum fjölda Kínverja með vegabréf. Í dag eru aðeins um 10% kínversku þjóðarinnar með vegabréf – um 100 milljón manns. Margir hafa hug á því að ferðast til einstakra áfangastaða eins og til Íslands. Rannsóknir sýna að þegar Kínverjar ferðast erlendis eyða þér háum fjárhæðum til gjafakaupa, í dagsferðir og á veitingastöðum. Þetta er nýr hluti markaðarins innan ferðamannabransans.
Danielle Neben, markaðsstjóri ePassi á Íslandi, mun fjalla um hvernig best sé að taka vel á móti kínverskum ferðamönnum á Íslandi. Umræðuefni hennar snýr að markaðssetningu, farsímagreiðslum og kínverskri menningu.
Danielle hefur mikla reynslu af því að starfa með Kínverjum. Hún starfaði hjá HSBC (the Hong Kong Shanghai Banking Corporation) í 20 ár og bjó sjálf í Taívan og Singapore, auk þess sem hún stundaði viðskipti í Hong Kong og á meginlandi Kína. Nú býr hún í Mosfellsbæ með eiginmanni og tveim börnum.
Auk þess að vera markaðsstjóri ePassi á Íslandi, situr hún einnig í stjórn HB Granda, Meniga og Monerium. Hún sat einnig áður í stjórn Landsbankans (frá 2013-2017).
Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands verða haldnir 6. og 7. maí næstkomandi.
6. maí kl. 11:30 – Brunnhóll, Hornafirði
7. maí kl. 11:30 – Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri
7. maí kl. 18:00 – Stracta Hótel, Hellu