Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Að taka á móti 90 þúsund kínverskum ferðamönnum - Súpufundir

Nú er komið að næstu súpufundarröð Markaðsstofu Suðurlands. Að þessu sinni verður litið til þess að taka á móti 90 þúsund kínverskum ferðamönnum.

Árið 2018 komu næstum 90.000 kínverskir ferðamenn til landsins. Samkvæmt framtíðarspám mun fjöldinn halda áfram að aukast með hugsanlegu beinu flugi frá Kína og auknum fjölda Kínverja með vegabréf. Í dag eru aðeins um 10% kínversku þjóðarinnar með vegabréf – um 100 milljón manns. Margir hafa hug á því að ferðast til einstakra áfangastaða eins og til Íslands. Rannsóknir sýna að þegar Kínverjar ferðast erlendis eyða þér háum fjárhæðum til gjafakaupa, í dagsferðir og á veitingastöðum. Þetta er nýr hluti markaðarins innan ferðamannabransans.

Danielle Neben, markaðsstjóri ePassi á Íslandi, mun fjalla um hvernig best sé að taka vel á móti kínverskum ferðamönnum á Íslandi. Umræðuefni hennar snýr að markaðssetningu, farsímagreiðslum og kínverskri menningu.

Danielle hefur mikla reynslu af því að starfa með Kínverjum. Hún starfaði hjá HSBC (the Hong Kong Shanghai Banking Corporation) í 20 ár og bjó sjálf í Taívan og Singapore, auk þess sem hún stundaði viðskipti í Hong Kong og á meginlandi Kína. Nú býr hún í Mosfellsbæ með eiginmanni og tveim börnum.

Auk þess að vera markaðsstjóri ePassi á Íslandi, situr hún einnig í stjórn HB Granda, Meniga og Monerium. Hún sat einnig áður í stjórn Landsbankans (frá 2013-2017).

Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands verða haldnir 6. og 7. maí næstkomandi.

6. maí kl. 11:30 – Brunnhóll, Hornafirði
7. maí kl. 11:30 – Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri
7. maí kl. 18:00 – Stracta Hótel, Hellu

Skráning hér