Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skeiðarárhlaupið

10. júlí kl. 11:00-12:00

Upplýsingar um verð

7.900 kr

Þann 10. júlí næstkomandi verður Skeiðarárhlaup haldið í þriðja sinn, en það endar uppi á því 880 m langa minnismerki, gömlu brúnni yfir Skeiðará.

Staður og tímasetning

Laugardaginn 10. júlí nk. ræsum við Skeiðarárhlaup á tjaldsvæðinu í Skaftafelli kl 11 í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð. Tímataka fer eingöngu fram að þessu sinni með skeiðklukku. Þak er á fjölda þátttakenda, 30 manns.

Vegalengd, hlaupaleiðin og kort af leiðinni

Hlaupið er 27,5 km og verður ræst á tjaldsvæðinu í Skaftafelli. Þátttakendum verður skutlað frá Skeiðarárbrú til baka að þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli að hlaupi loknu.

Hlaupaleiðin liggur upp Skaftafellsheiðina, fyrstu 8 km upp undir Kristínartinda. Á leiðinni upp blasir Skaftafellsjökull við. Að þeirri hækkun lokinni er hlaupið niðurávið og á jafnsléttu. Frá Kristínartindum að Sjónarskeri er Morsárdalur á hægri hönd og sést inn í Kjósarmunnann og yfir í Bæjarstaðarskóg. Þegar komið er að Sjónarskeri er sveigt inn í Morsárdal. Við komuna inn í Morsárdal er farið yfir göngubrú yfir Morsá og hlaupið meðfram jökulánni í átt að tjaldsvæðinu aftur. Á leiðinni að tjaldsvæðinu er farið yfir aðra göngubrú yfir Morsá að nýju og skömmu síðar er sveigt út á varnargarð sem liggur út að þjóðvegi. Hlaupið er yfir þjóðveginn og mikilvægt að hlauparar séu á varðbergi gagnvart bílaumferð úr báðum áttum. Hlaupið endar uppi á miðri gömlu brúnni yfir Skeiðará.

Skráning og þátttökugjald

Þátttökugjaldi er 7.900 kr og fer skráning fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Forskráningu lýkur þann 9. júlí kl. 23.

Þak er á fjölda þáttakenda, 30 manns.

Innifalið í skráningargjaldinu er minjagripur, þjónustugjaldið í Skaftafelli sem veitir aðgang að bílastæði, WC og sturtum við tjaldstæðið, skutl frá Skeiðarárbrú að þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli að hlaupi loknu og súpa í kaffiteríunni í Skaftafelli, gegn framvísun miða.

Hlaupanúmer og súpumiði verða afhent í þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli á milli 9 og 10 á hlaupdegi, 10. júlí.

Þjónustugjöld verða felld niður í Skaftafelli fyrir þátttakendur. Til þess að fá niðurfellinguna er nauðsynlegt að tilgreina bílnúmer við skráningu svo hægt sé að skrá það inn í kerfi þjóðgarðsins.

Flokkar

Keppt er í kvenna og karlaflokki.

GPS punktar

N64° 0' 59.901" W16° 57' 59.499"

Staðsetning

Skaftafell