Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Jazz undir fjöllum

17. júlí kl. 14:00-23:00

Upplýsingar um verð

2.900

Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 17. júlí kl. 21:00. Þar kemur fram kvartett söngkonunnar Stínu Ágústsdóttur en hún býr og starfar í Svíþjóð þar sem hún hefur gert garðinn frægan. Með henni leika þeir Agnar Már Magnússon á Hammond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þau munu flytja hressilega og fjölbreytta dagskrá.

Í Skógakaffi verður boðið upp á tónlist laugardaginn 17. júlí frá kl. 14-17. Þar verða óformlegri tónleikar eða nokkurskonar jam session. Sigurður Flosason leikur á saxófón, Snorri Sigurðarson á trompet, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Agnar Már Magnússon á Hammond-orgel og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þeir mun flytja fjölbreytta efnisskrá. Einnig munu Andrés og Agnar leika lög af nýútkominni plötu sinn „Aldarfar“ en á henni heiðra þeir Jón Múla Árnason 100 ára og verk hans. Ókeypis er inn á þessa tónleika og reiknað með að gestir geti komið og farið að vild á meðan á tónleikunum stendur. Aðgangseyrir inn á aðaltónleikana í Fossbúð er kr. 2.900.

 

Staðsetning

Skógasafn

Sími