Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Draumur móður minnar - Erla S. Haraldsdóttir

2. mars - 25. ágúst

Erla S. Haraldsdóttir sýnir gvassverk auk blýantsteikninga með blaðgulli og málaðra skúlptúra úr náttúruefnum og eru verkin unnin á árabilinu 2021 til 2024.

Skúlptúrarnir í sýningu Erlu eru samansettir í rýmisinnsetningu, gerðir úr fjölda smárra steina sem hún hefur fengið að flytja frá "Melville Koppies", vernduðu náttúrusvæði í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sem rakið hefur verið allt að þremur billjónum ára aftur í tíma, til steinaldar. Litrík málverkaröð Erlu S. Haraldsdóttur er unnin með olíu á striga en einnig beint á veggi safnrýmisins. Með mynstruðum veggverkunum, sem innblásin eru af mynsturgerð kvenna af Ndbele ættbálknum í Suður-Afríku þar sem Erla býr sjálf; myndar hún marglaga tengingar milli þeirra hlutbundnu verka er endurspegla þætti úr draumum langalangömmu hennar um huldufólk.

Draumana skrifaði svo dóttir dreymandans niður, langamma hennar Erlu, og þaðan titillinn “Draumur móður minnar”.Með dagbókina í sínum fórum, um 160 árum síðar, leitar Erla fanga í draumafrásögnunum og veltir, í formi málverka, fyrir sér gildi þeirra í samtíma okkar og því sem draumarnir eru mögulega að segja okkur um illsýnilegar hliðarveraldir. Verkin á sýningunni eru þriðja útfærsla Erlu af myndröðinni, sem heldur áfram að þróast að sýningu lokinni.

Erla S. Haraldsdóttir býr og starfar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og í Berlín í Þýskalandi. Verk hennar hafa verið sýnd víða erlendis og í helstu listasöfnum og listrýmum á Íslandi. Hún hefur verið gestalistamaður á fjölda virtra vinnustofa listamanna, svo sem Künstlerhaus Bethanien í Berlín, Cité des Arts í París, The Bag Factory í Jóhannesarborg og Ateliers ’89 í Oranjestad á karabísku eyjunni Aruba. Erla stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi og San Francisco Arts Institute og er með MFA-gráðu frá Valand Listaakademíunni í Gautaborg (1998).

GPS punktar

N63° 59' 46.982" W21° 11' 6.057"

Staðsetning

Austurmörk 21, Hveragerðisbær, Iceland

Sími