Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

BREK - Skyrgerðin, Hveragerði

22. júlí kl. 20:30-21:30

Upplýsingar um verð

2.500 kr

Hljómsveitin Brek bregður undir sig betri fætinum og heldur tónleika víðsvegar um landið í sumar undir yfirskriftinni Vegslóðinn 2021.

Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða.

Áhrif tónlistarinnar koma úr ýmsum áttum en Brek vill leitast við að tvinna þeim saman í sinn hljóðheim og leitast þannig við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar tegundir þjóðlagatónlistar. Íslenska texta og raddir í bland við samspil rytmísks og dínamísks samtals hljóðfæranna notar Brek til að drífa tónlistina áfram.

Brek hlaut eina tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í flokknum plata ársins, þjóðlagatónlist. Tónlist sveitarinnar hefur einnig ómað á öldum ljósvakans undanfarið.

Nánari upplýsingar á www.brek.is

GPS punktar

N64° 0' 5.320" W21° 10' 56.943"

Staðsetning

Skyrgerðin